Þann 24. september stóð Fjártækniklasinn fyrir stafrænum viðburði um mistök í nýsköpun.
Eins og flestir vita er leiðin að árangri sjaldnast áfallalaus. Mistök eru eðlilegur hluti lífsins og spurningin er ekki hvort við gerum mistök, heldur hvort við lærum af þeim. Á fundinum voru þrír stofnendur nýsköpunarfyrirtækja sem allir hafa náð árangri spurðir um hvað þau höfðu lært af mistökum sínum á leiðinni.
Ræðumenn voru:
Margrét Vilborg Bjarnadóttir, stofnandi PayAnalytics
Hjálmar Gíslason, stofnandi GRID
Þórdís Jóna Jónsdóttir, stofnandi SmartSolutions
Fundarstjóri var Gunnlaugur Jónsson, framkvæmdastjóri Fjártækniklasans.
Hér að neðan má sjá upptöku frá viðburðinum.
Commentaires