Þann 3. desember stóð Fjártækniklasinn fyrir stafrænum fundi um Leyndardóma stafrænnar markaðssetningar.
Á fundinum heyrðum við þrjár ræður um hinar ýmsu hliðar stafrænnar markaðssetningar, allt frá því hvað stafræn markaðssetning er, hvernig má beita henni, hvað á henni er að græða fyrir fyrirtæki af öllum gerðum, og til tæknilegri atriða um hvað mikilvægt sé að hafa í huga í fyrir byrjendur og lengra komna.
Ræðumenn voru:
Hannes Agnarsson Johnson, sérfræðingur í stafrænni markaðssetningu hjá CCP
Arndís Thorarensen, eigandi og ráðgjafi hjá Parallel Ráðgjöf
Arnar Gísli Hinriksson, annar stofnenda Digido
Fundarstjóri var Gunnlaugur Jónsson, framkvæmdastjóri Fjártækniklasans.
Að neðan má sjá upptöku frá viðburðinum.
Comments