Þann 28. október stóð Fjártækniklasinn fyrir stafrænum fundi þar sem umræðuefnið var Hvað er góð viðskiptahugmynd?
Á fundinum var rætt við frumkvöðla og fjárfesta um reynslu þeirra af góðum og slæmum viðskiptahugmyndum og leitast við að svara spurningum eins og hvort einhverjir mælikvarðar séu til á viðskiptahugmyndir, hvað skipti mestu máli og hvenær maður eigi að snúast á hæl (e. pivot) og breyta viðskiptahugmyndinni.
Ræðumenn voru:
Jenný Ruth Hrafnsdóttir, fjárfestir hjá Crowberry Capital
Danielle Neben, sérfræðingur í stafrænum viðskiptum og markaðssetningu í Kína
Sveinn Biering fjárfestir
Einar Gunnar Guðmundsson, sérfræðingur í nýsköpun
Fundarstjóri var Gunnlaugur Jónsson, framkvæmdastjóri Fjártækniklasans.
Að neðan má sjá upptöku frá viðburðinum.
Comments